Fara í efni
Menning

Von og trú á hið góða í manneskjunni á Melum

„Það er stórt verkefni að koma heilu ævintýralandi á svið í litlu leikhúsi, en Leikfélagi Hörgdæla tekst það vel,“ segir Rakel Hinriksdóttir í pistli um uppsetningu leikfélagsins á verkinu Bróðir minn Ljónsharta, sem frumsýnt var á Melum á fimmtudagskvöldið. 

„Leikritið kemur til okkar frá Leikfélagi Hörgdæla á góðum tíma. Við fylgjumst með stríði í öðrum löndum og börnin okkar spyrja spurninga. Eiga erfitt með að skilja að þessi stríð þurfi að eiga sér stað. Þó að það sé ekki hægt að útskýra það, sérstaklega þegar maður skilur það ekki sjálfur, þá er gott að rifja upp sögur fyrir börn sem taka á spurningum um líf og dauða í heimi mannanna. Og það sem alltaf stendur upp úr í sögunni um Bræðurna Ljónshjarta, þrátt fyrir stríð, illa svikara og eldspúandi dreka, er kærleikurinn og hugrekkið. Vonin og trúin á hið góða í manneskjunni.“

Smellið hér til að lesa pistil Rakelar Hinriksdóttur.