Fara í efni
Menning

Þórsarar unnu og tóku forystu í einvíginu

Jason Gigliotti treður boltanum með tilþrifum gegn Skallagrími í gærkvöldi. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar höfðu betur í æsispennandi leik gegn Skallagrími úr Borgarnesi, 89:88, í úrslitakeppni 1. deildar í körfubolti í gærkvöldi. Leikurinn var jafn allan tímann, gestirnir náðu mest sjö stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og Þór komst mest 12 stigum yfir í þeim fjórða og síðasta.

  • Skorið eftir leikhlutum: 20:23 – 24:18 – 44:41 – 22:19 – 23:28 – 89:88

Þórsliðið hefur nú tekið frumkvæðið í einvíginu; Skallagrímur vann fyrsta leikinn á Akureyri, Þórsarar þann næsta í Borgarnesi og þetta var þriðja viðureignin. Þrjá sigra þarf til að komast áfram, liðin mætast næst í Borgarnesi á miðvikudaginn og með sigri þar vinna Þórsarar einvígið. Að öðrum kosti mætast liðin í fimmta og síðasta sinn á Akureyri laugardaginn 20. apríl.

Reynir Róbertsson var stigahæstur Þórsara í gær með 24, Jason Gigliotti gerði 20 stig og tók jafn mörg fráköst, Baldur Jóhannesson gerði 15 stig og tók 10 fráköst, Harrison Butler gerði 14 stig, tók 4 fráköst og var með 3 stoðsendingar og Smári Jónsson gerði 11 stig og átti 5 stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Reynir Róbertsson lék mjög vel og var stigahæstur Þórsara með 24 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðendingar. Mynd: Skapti Hallgrímsson