Mikil loftmengun síðan í gærkvöld

Mikil mengun hefur verið á Akureyri síðan í gærkvöldi; örfínt svifryk hefur mælst yfir mörkum en sérfræðingar virðast ekki sammála um hvort mengunin sé tengd eldgosinu á Reykjanesi eða ekki.
Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði við Vísi snemma í morgun að mengunin væri ótengd gosinu á Reykjanesi: „Þetta gæti verið sandur og ryk sem er að berast frá hálendinu eða jafnvel frá Evrópu.“
Bjarki Friis, sem einnig er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hins vegar við mbl.is í morgun um gosmengun sé að ræða á Akureyri:
Hann segir „að þótt um 10 sinnum lægri gildi brennisteinsdíoxíð sé að ræða á Akureyri í dag en í Reykjanesbæ í gær séu loftgæði þar samt sem áður óholl fyrir viðkvæma og til dæmis sé ekki skynsamlegt að láta börn sofa úti á Akureyri í dag.“
Bjarni segir einnig: „Það er suðaustan-vindátt og þá fer gosmengunin frá gossvæðinu og yfir Keflavík og það svæði og svo áfram upp til Snæfellsness. Þaðan fer hún yfir Vestfirði og tekur síðan u-beygju einhvers staðar yfir Vestfjörðum eða norður af Íslandi og kemur niður við Sauðárkrók og Akureyri.“
Skjáskot af vefnum loftgæði.is í morgun. Rautt er útskýrt þannig á vef Umhverfisstofnunar:
- Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðsvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.