Fara í efni
Menning

Leikfélag MA frumsýndi söngleikinn Footloose

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningunni í gærkvöldi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýndi í gærkvöldi söngleikinn Footloose í Hofi við afbragðs undirtektir. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá 1984, afar vinsælli.

Að sýningunni standa um 20 nemenda leikhópur, sex hljóðfæraleikarar, 10 dansarar og 40-50 nemendur sem vinna í ýmsum teymum; markaðsteymi, leikmyndateymi og hár- og förðunarteymi svo eitthvað sé nefnt. Það er því stór hópur nemenda sem í gærkvöldi fagnaði uppskeru mikillar vinnu undanfarinna vikna.

Engar ýkjur eru að áhorfendur skemmtu sér afar vel og fögnuðu innilega að leikslokum. Fimm sýningar eru áætlaðar á leikritinu. Tvær verða á morgun, kl. 16 og 20, og tvær sunnudaginn 12. mars, einnig kl. 16 og 20.