Kínaferðinni gerð skil í Dyngjunni

Nýverið var birt á Akureyri.net ítarlegt viðtal í tveimur hlutum við listamannaparið Aðalstein Þórsson og Örnu Valsdóttur, en þau sögðu þar frá fjögurra mánaða listamannadvöl í Xiamen í Kína. Nú er tækifæri fyrir lesendur sem kunnu að meta viðtalið, og vilja heyra meira um ævintýri Steina og Örnu í Kína.
Steini hefur verið með sýninguna 'Fjallið Kerling séð frá Fuijan héraði' í Dyngju - listhúsi í Fífilbrekku, og nú fer henni senn að ljúka. Á sunnudaginn kemur, 27. júlí, ætlar Steini að halda samsæti í Dyngju, sýna ljósmyndir frá dvölinni og segja frá. Samsætið verður á milli 15.30-18.30. Léttar veitingar í boði og enginn aðgangseyrir.
Viðtalið við Örnu og Steina á Akureyri.net:
FYRRI HLUTI – LISTAMANNADVÖL Í KÍNA VAR MIKIÐ ÆVINTÝRI
SEINNI HLUTI – HEIÐRAÐI MINNINGU MÖMMU SINNAR Í KÍNA
Hér má skoða viðburðinn á Facebook.
T.v. Listamannadvöl í CEAC lýkur gjarnan á sýningu. Hér er auglýsingin fyrir lokasýningu Örnu og Steina, Tvö – Ein. T.h. Steina brá gjarnan fyrir í vídeóverki Örnu á sýningunni. Myndir: steini.art