Fara í efni
Menning

Jólasveinkurnar minna þekktar en sveinarnir

Fróðleiksmoli frá Minjasafninu á Akureyri

3. desember – Jólasveinkur

Hvert mannsbarn kannast við jólasveinana drengina en þær eru minna þekktar jólasveinkurnar sem finna má í þeim ótal jólasveinanöfnum sem til eru. Líklega eru þær aðeins tvær. Önnur þeirra er Flotsokka. Hún var jafn uppátækjasöm og bræður hennar. Flotsokka sóttist eftir hálf prjónuðum sokkum og fyllti þá af floti sem hún stalst með í burtu. Ætli Jólakötturinn og Flotsokka hafi verið í samstarfi? Ef hún náði í ókláraða sokka þá var einhver sem ekki fékk ný föt um jólin. Listaverkið gerði Ingibjörg H. Ágústsdóttir og er hluti árlegrar jólasýningar Minjasafnsins.

Haraldur Þór Egilsson er safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri. Fróðleiksmoli frá Minjasafninu birtist á Akureyri.net á hverjum degi til jóla.