Fara í efni
Menning

Góður boðskapur og metnaðarfull uppfærsla

Ylva Sól Agnarsdóttir (yngsta Birna), Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir (elsta Birna) og Fanney Val…
Ylva Sól Agnarsdóttir (yngsta Birna), Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir (elsta Birna) og Fanney Valsdóttir (Krissí).

Hildur Eir Bolladóttir hreifst af sýningu Leikfélags Hörgdæla, Í fylgd með fullorðnum, sem er á sviðinu á Melum um þessar mundir.

„Mér finnst hugmyndin virkilega snjöll hjá Pétri Guðjónssyni, að segja sögu og skapa sýningu út frá sönglögum Bjartmars [Guðlaugssonar]. Útfærslan er líka býsna snjöll, manneskjuleg, hnyttin og umhugsunarverð,“ skrifar Hildur Eir í pistli á Akureyri.net um sýninguna. „Sagan byggir á minningaráfi reikullar sálar sem heitir Birna og er á miðjum aldri. Hún er fullorðið barn alkóhólista að gera upp fortíð sína og reyna að hugga grátandi barnið sem enn stýrir för í lífi hennar. Það er magnað að sjá og skynja þennan þétta hóp sem kemur að uppfærslunni hvort sem það er fólkið á gólfinu, bak við tjöldin eða á sviði, maður veit að svona sýning verður ekki til nema með samhæfðum kröftum margra aðila.“

Smellið hér til að lesa pistil Hildar Eirar um leikritið