Fara í efni
Menning

Frábærir tónleikar Hymnodiu í Hofi

Hymnodia, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, einleikarar og einsöngvarar, og stjór…
Hymnodia, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, einleikarar og einsöngvarar, og stjórnandinn Eyþór Ingi Jónsson, í Hofi á skírdag. Ljósmynd: Sverrir Páll

„Þetta voru í tveimur orðum sagt frábærir tónleikar,“ segir Sverrir Páll Erlendsson, í pistli á Akureyri.net í dag, um þá langþráðu stund á skírdag „þegar Eyþór Ingi Jónsson kom á svið Hamraborgar í Hofi með Hymnodiu sína, flokk hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, einleikara og einsöngvara – og Hamraborgin iðaði og ómaði.“

„Undirtektir tónleikaþyrstra gesta voru mjög langvarandi og innilegar og satt að segja hefði ég gjarnan viljað sitja lengur og heyra meira eða jafnvel spóla til baka og renna prógramminu í gegn á ný,“ segir Sverrir Páll. Hápunktur tónleikanna var Gloria í D-dúr Rv. 589 eftir Antonio Vivaldi, „stórbrotið og fjölskrúðugt verk sem kórinn og hljómsveitin fluttu af snilld,“ eins og hann orðar það.

Smellið hér til að lesa pistil Sverris Páls.