Fara í efni
Menning

Fjórar sýningar til viðbótar á Hjartagulli

Fjórar sýningar til viðbótar á Hjartagulli

Fjórar sýningar verða um miðjan mánuðinn á söngleiknum Hjartagulli, sem Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setti á svið í vetur. Sýningum var hætt vegna samkomutakmarkana, en nú hefur verið ákveðið að tvær sýningar verði í Hofi sunnudaginn 16. maí og aðrar tvær mánudaginn 17. maí.

Söngleikurinn, sem er eftir Aron Martin Ásgerðarson, er byggður á lögum og textum 200.000 Naglbíta. Hátt í 80 nemendur MA koma að verkinu, hvort sem það er með leik, dansi eða tónlist, markaðsetningu, búninga-og leikmyndahönnun eða hárgreiðslu og förðun.

Smellið hér til að kaupa miða.

Smellið hér til að lesa umsögn Sverris Páls um sýninguna.