Fara í efni
Menning

Fjöldatakmarkanir og grímuskylda á ný

Nær öruggt er talið að ríkisstjórnin samþykki hertar aðgerðir á ný vegna Covid-19, á fundi sem stendur yfir; fjöldatakmarkanir, grímuskyldu og breytingu á afgreiðslutíma skemmtistaða. 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði fyrir fundinn í morgun að slíkar aðgerðir yrðu lagðar til. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, afhenti ráðherra minnisblað í gær með tillögum um hertar aðgerðir.

Í gær greindust 167 með kórónuveiruna hérlendis, fleiri en nokkru sinni á einum degi frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Áður höfðu mest greinst 154 á einum degi, 30. júlí í sumar.

Á Akureyri voru 67 í sóttkví í gær og 58 í einangrun og skv. nýjustu tölum á covid.is voru í morgun alls 91 í einangrun og 133 í sóttkví í landshlutanum öllum, Norðurlandi eystra.