Fara í efni
Menning

Dagbækur Sveins VIII – Villuletur í dagbókunum

Í dag birtist áttunda grein Unu Haraldsdóttur um dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 - 1869), föður rithöfundarins Nonna. Minjasafnið á Akureyri fékk í sumar styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka dagbækur Sveins og Akureyri.net miðlar rannsókninni með þeim hætti að birta dagbókarfærslur á hverjum fimmtudegi í sumar. Una velur kafla og gengur frá til birtingar.

Fyrst er dagbókarfærslan skrifuð beint upp og síðan á nútímamáli. Munurinn er reyndar ekki mikill og stundum enginn.

Gefum Unu orðið:
_ _ _

Sveinn skrifaði stundum um hluti í dagbókunum sem enginn mátti vita um og skrifaði stundum dulmál svo enginn nema hann gæti lesið það. Villuletrið var reyndar ekki allt of flókið, hann byrjaði á öðrum staf orðsins, hafði fyrsta stafinn næstsíðast og síðan einhvern sérhljóða aftast. Stundum skipti hann orðunum í tvennt og hafði þá samasem-merki til að tengja þau, það var oftast í samsettum orðum. Setningin „hugsa mikið um framtíð mína“ var þá t.d. „ugsahu ikiðmi mua ramfa=íðtu ínama“. Villuletrið sést mest í elstu dagbókunum en síðustu árin sleppti hann því alfarið. Kannski var hann ekki jafn hræddur um að einhver kæmist í dagbækurnar eftir að fjölskyldan flutti til Akureyrar.

Hér eru nokkrar dagbókarfærslur frá 1846–1848 þar sem villuletrið sést, það er áhugavert að skoða hvað það var sem Sveinn treysti ekki fyrir öðrum. Á þessum tíma vann hann í kjörbúð á Húsavík en færði sig svo yfir til Havsteens sýslumanns. Hann kynntist líka Sigríði Jónsdóttur frá Mývatnssveit á meðan hann vann í kjörbúðinni, en hún varð síðar eiginkona hans.

11. september 1846

Sunnan vindur. Við Sigtr. lukum við að tilbúa Pollinn (“Compuna„) og störfuðum annað ímislegt. Jörki inmi arafo ivestnandiso íe Essariþi istvi.

Sunnan vindur. Við Sigtryggur lukum við að gera Pollinn („Compuna“) og störfuðum annað ýmislegt. Jörki ínmi arafo íversnandiso íe essariþi istvi [Kjör mín fara síversnandi í þessari vist].

20. september 1846

Sunnan vindur. Eg klippti hár af höfðum Beikiranna beggja, samt af Schau, Sigtrigg og Palla, skrifaði handskrift fyrir Andres Eiríksson og Sigrúnar-ljóð fyrir Hólmfr. hér samt ýmislegt fyrir sjálfann mig. Nú er Johnsen í miklum undirbúníngi að sigla í haust. - oþi askemo erðivi itiðlu ruo insei goi irrifi, Istinvi erha rei dai erðava erma errivi goa erriva.

Sunnan vindur. Ég klippti hár af höfðum Beykaranna beggja, samt af Schau, Sigtrygg og Palla, skrifaði handskrift fyrir Andrés Eiríksson og Sigrúnar-ljóð fyrir Hólmfríði hér samt ýmislegt fyrir sjálfan mig. Nú er Johnsen í miklum undirbúningi að sigla í haust. - óþi áskemo erðivi ítiðlu rúo insei goi yrrfi, istinvi érha rei ðai erðava érma errivi goa erriva [þó máske verði lítið úr eins og fyrr, vistin hér er að verða mér verri og verri].

27. september 1846

Sunnan gola og sólskin. Eg skrifaði ýmislegt fyrir mig um dagin, fór svo ásamt Johnsen að gamni mínu um borð á Neptúnus, var í krambúð um kvöldið. Jerma rei uni Ptoi kapsu=ungtþe, rei íe kuldumsi eningapi=auslu goi atafa-ítillle kkeia nægðái=uri eðma Istinavi efhi ikiðmo goi ontva rviðiei; ugsahu ikiðmi mua ramfa=ídtu inama goi kvörðá=nui.

Sunnan gola og sólskin. Ég skrifaði ýmislegt fyrir mig um daginn, fór svo ásamt Johnsen að gamni mínu um borð á Neptúnus, var í krambúð um kvöldið. Érma rei úni ftoi kapsu=ungtþe, rei íe kuldumsi eningapi=auslu goi atafa-ítillle kkeia nægðái=uri eðma istinavi efhi ikiðmo goi ontva rfiðiei; ugsahu ikiðmi mua ramfa=íðtu ínama goi kvörðá=nui [Mér er nú oft skapþungt, er í skuldum peningalaus og fatalítill ekki ánægður með vistina hef mikið og vont erfiði; hugsa mikið um framtíð mína og ákvörðun].

31. október 1846

Austan froststormur með hríðarjeljum. Við Sigtriggur og Stephán J. ókum inní hús svörð um daginn. Gei Rakkdu igmo Rukkinda jerma ilti inkunarmi.

Austan froststormur með hríðaréljum. Við Sigtryggur og Stefán J. ókum inn í hús svörð um daginn. Géi Rakkdu igmo Rukkinnda érma ilti innkunarmi [Ég drakk mig drukkinn mér til minnkunar].

22. nóvember 1846

Austan frostgola og drífa. Við vórum heima hjer eg las og skrifaði fyrir sjálfann mig. Riggviti asla 1te innisi eg keipti Buxur og vesti af Schou fyrir 15rd. endiki onumhi dai esale.

Austan frostgola og drífa. Við vorum heima hér ég las og skrifaði fyrir sjálfan mig. Ryggviti asla 1ta innisi [Tryggvi las 1ta sinni] ég keypti buxur og vesti af Schou fyrir 15 ríkisdali enndiki onumhi ðai esale [kenndi honum að lesa].

26. nóvember 1846

Kjurt veður og logndrífa. Eg var um daginn að fljetta Steinbönd og þess á milli í krambúð Schou og Sigtriggur rjeru hjer um víkina og skutu 13 Teista & 1 daræi=uglfa.

Kyrrt veður og logndrífa. Ég var um daginn að flétta steinbönd og þess á milli í krambúð Schou og Sigtryggur réru hér um víkina og skutu 13 teista & 1 ðaræi=uglfa [æðarfugl].

20. desember 1846

Sunnan frostgola, Við rjérum á lagvað feingum 2 got. Eg var í krambúð um kvöldið og strikaði pappirsbók fyrir mig. Riggviti asla. Eg bjó til svart og rauðt blek.

Sunnan frostgola, Við rérum á lagvað fengum 2 got. Ég var í krambúð um kvöldið og strikaði pappírsbók fyrir mig. Ryggviti asla [Tryggvi las]. Ég bjó til svart og rautt blek.

7. janúar 1847

S. vindur. Guðlög frá Fjöllum fór nú hjeðan heim til sín. Við Sigtr. skófum og pökkuðum tólg um dagin lukum við það sem til var. Jerma afðihe iei ukklo=stau formai ittmu.

Sunnan vindur. Guðlaug frá Fjöllum fór nú héðan heim til sín. Við Sigtryggur skófum og pökkuðum tólg um daginn lukum við það sem til var. Érma afðihe iei ukklo=stau formái ittmu [Mér hafði ei lukkast áform mitt].

20. febrúar 1847

Suðvestan frostgola mjer batnaði. Eg fjekk brjef frá mm. og fretti um leið dai Rei=endurli ærive rúti=ofaðurlo S. Innfa=ogabo=ottirdi.

Suðvestan frostgola mér batnaði. Ég fékk bréf frá mömmu minni og frétti um leið ðai Rei=endurli ærive rúti=ofaðurlo S. Innfa=ogabo=ótturdi [Erlendur væri trúlofaður S. Finnbogadóttur].

8. október 1847

Logn og hlítt veður. Eg var að sauma striga um tólg um daginn. Um kvöldið var drukkin “Slagteriets Skaal„ gei rakkdu igma ullannfu goi eldiso ppui.

Logn og hlítt veður. Ég var að sauma striga um tólg um daginn. Um kvöldið var drukkin „Slagteriets Skaal“ géi rakkdu igma ullanfu goi astaðiko ppui [ég drakk mig fullan og kastaði upp].

8. nóvember 1847

Sunnan froststormur og skafrenníngur. Eg var í krambúð. Við lögðum 2 Lagvaði. Eg sló upp skilrúm í í pakkhúsinu um kvöldið, og ljet Joninu lesa og skrifa. - Jekkfu rósha yrirfa miðisu ittmo.

Sunnan froststormur og skafrenningur. Ég var í krambúð. Við lögðum 2 lagvaði. Ég sló upp skilrúm í pakkhúsinu um kvöldið, og lét Jónínu lesa og skrifa. - Ékkfu rósha yrirfa míðisu ittmo [Fékk hrós fyrir smíði mitt].

5. janúar 1848

Sunnan hvassviðri. Eg var í krambúð steytti litarefni og kjemdi. Ogd. firye víþa dai Igsu=riggta=ruo ærfó 60dr ia aupkæ, nei gei 40, rannbi fau eipthe idvu onju=ensa.

Sunnan hvassviðri. Ég var í krambúð steytti litarefni og kembdi. Ogd. firye víþa ðai Igsu=ryggta=ruo ærfó 60dr ía aupkæ, nei géi 40, rannbi fau eifthe iðvu Ohnju=ensa [Ogd.? yfir því að Sigtryggur fær 60rd í kaup, en ég 40, brann af heift við Johnsen].

17. mars 1848

Suðaustan froststormur. Eg lagði lopt og heflaði borð. gei formau=diau dao ifalu egluri=egala goi orðastfi O. goi rkvisaöi-kapsu.

Suðaustan froststormur. Ég lagði loft og heflaði borð. Géi formáu=ðiau ðao ifalu egluri=egala goi orðastfi O. goi rkvisaöi-kapsu [Ég áformaði að lifa reglulega og forðast O.? og örkvisa-skap].

22. mars 1848

Sunnan gola og blíðviðri. Eg var að hefla og plægja borð í hillur um um dagin og fleira að starfa jekkfu njósa-oltabo ie efiðnu.

Sunnan gola og blíðviðri. Ég var að hefla og plægja borð í hillur um daginn og fleira að starfa ékkfu njósa-oltabo íe efiðnu [fékk snjóbolta í nefið].

24. mars 1848

Sunnan hláka. Eg heflaði borð. jekkfa ptoe lóðbi=asirno.

Sunnan hláka. Ég heflaði borð. Ékkfa ftoe lóðbi=asirno [Fékk oft blóðnasir].

28. mars 1848

Sunnan hláku vindur. Eg feldi borð saman og heflaði. Igsu=iðurru órfa eðanhi lfarau=nie. Gei lskeu=diao anahi yrirfu lai=öruvu indistpu fau orgsa. 1ti selur við Snásu.

Sunnan hláku vindur. Ég felldi borð saman og heflaði. Igsu=íðurru órfa éðanhi lfarau=nie. Géi lskeu=ðiao anahi yrirfu lai=öruvu índistpu fau orgsa [Sigríður fór héðan alfarin. Ég elskaði hana fyrir alvöru píndist af sorg]. 1ti selur við Snásu.

30. mars 1848

Sunnan vindur. Eg sló upp 8 smá skilrum á hanabjálkaloptinu og gjerði ymislegt við bát Johnsens fór framá Selanætur. BF mm og sendíngar amtsa eilha-æðiru.

Sunnan vindur. Ég sló upp 8 smáskilrúmum á hanabjálkaloftinu og gerði ýmislegt við bát Johnsens fór fram á Selanætur. Bréf frá mömmu minni og sendingar samtáa eilha-æðiru [ásamt heilræði].

29. október 1848

Sunnan frostgola og heiðríkt. Hér var messað og allt heimilisfólk til altaris. Eg var í kyrkju. Gei rukadiba yrstfu yano rakkafo innma.

Sunnan frostgola og heiðríkt. Hér var messað og allt heimilisfólk til altaris. Ég var í kirkju. Géi rúkaðiba yrstfu ýjano rakkannfo innma [Ég brúkaði fyrst nýja frakkann minn].

25. nóvember 1848

Norðan rigning og ísíng. Eg skrifaði, og smíðaði límklemmur, hef kvöl í baki, og bjúg á fótum og í mér öllum er deifð og vesöld og ónattúrlegur kuldi, og útaf þessu öllu hugsýki. gei reu jalfursa Rsökou ilte imdareæ innmu=rai.

Norðan rigning og ísing. Ég skrifaði, og smíðaði límklemmur, hef kvöl í baki, og bjúg á fótum og í mér öllum er deyfð og vesöld og ónáttúrlegur kuldi, og út af þessu öllu hugsýki. Géi reu jálfursa rsökou ilte ymdareæ innmu=rai [Ég er sjálfur orsök til eymdar minnar].

12. desember 1848

Sunnan frostgola og gott veður. Eg sat við að skrifa form og bréf með til allra hreppstjóra í Nm. sýslu um afgjald jarða þeirra er bera eiga ¾ alþíngiskostnaðarins. igma efurhi eingilu antaðva reinhu ærni=ötfu, goi ykiþa jermu aðþu kiea oðgu jonþu=staua. m.m.

Sunnan frostgola og gott veður. Ég sat við að skrifa form og bréf með til allra hreppstjóra í Norður-Múlasýslu um afgjald jarða þeirra er bera eiga ¾ alþingiskostnaðarins. Igma efurhi engilu antaðva reinhu ærni=ötfu, goi ykirþa érmu aðþu kkiea óðgu jónþu=staua. m.m. [mig hefur lengi vantað hrein nærföt, og þykir mér það ekki góð þjónusta. m.m.].