Fara í efni
Menning

Bólusett á Glerártorgi við Covid og inflúensu

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri á síðasta ári. Bólusett er á Glerártorgi að þessu sinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Boðið er upp á örvunarskammt af bóluefni við COVID-19 og inflúensu bólusetningu fyrir 60 ára og eldri og áhættuhópa í vikunni og í byrjun næsta mánaðar fyrir þá sem eru ekki í áhættuhópi.

Bólusetningin fer í báðum tilfellum fram á Glerártorgi, í plássinu þar sem Kaffi Torg var.

Byrjað var í dag en á morgun, miðvikudag 28. september, verður opið frá klukkan 13.00 til 17.00.

Tímapantanir fara fram á heilsuvera.is eða í síma 432 4600

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir að sóttvarnarlæknir hafi nú heimilað að gefa á sama tíma bóluefni við COVID-19 og bóluefni við inflúensu. Þau sem koma í bólusetningu hafa því val um hvort þau fá bæði bóluefnin á sama tíma eða aðeins annað þeirra.

Áhættuhópar sem eru í forgangi fyrir bæði inflúensu- og COVID-19 bólusetningar eru:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Örvunarskammtur fyrir áhættuhópa: Bólusett með nýrri útgáfu af bóluefnum frá Pfizer/Moderna.

Grunnbólusetning: Bólusett með upprunalegum bóluefnum frá Pfizer/Moderna.[GH3] [GH4]

Bólusetningar við COVID-19 og inflúensu fyrir þá sem ekki eru í áhættuhópi

Glerártorg, þar sem Kaffi Torg var

  • Þriðjudaginn 4. október kl. 13:00-17:00
  • Miðvikudaginn 5. október kl. 13:00-17:00

Tímapantanir fara fram á heilsuvera.is eða í síma 432 4600

Fyrirtæki geta sent inn lista eins og verið hefur sjá eyðublað á hsn.is.

Bólusetning við COVID-19 verður landsmönnum áfram að kostnaðarlausu en innheimt verður hefðbundið komugjald fyrir bólusetningu við inflúensu.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag bólusetninga hjá HSN eru hér