Fara í efni
Mannlíf

Viltu taka þátt í umræðum um ásýnd Akureyrar?

Mynd af vef Akureyrarbæjar

Tveir opnir kynningarfundir um skipulagsmál á Akureyri verða haldanir í menningarhúsinu Hofi í dag, sá fyrri fyrir fagaðila en sá síðari, sem hefst kl. 17.00, er fyrir hinn almenna bæjarbúa.

Á vef Akureyrarbæjar er spurt: Hvað er á döfinni í skipulagi bæjarins? Hvert stefnum við í uppbyggingu?

Og sveitarfélagið hvetur bæjarbúa til þess að mæta: Taktu þátt í umræðum um ásýnd Akureyrar! segir á vef bæjarins.

Klukkan 15.00 verður fundur fyrir fagaðila um skipulags- og lóðamál, með áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar. Allir fagaðilar, svo sem byggingaverktakar, fasteignasalar, mannvirkjahönnuðir og aðrir sem koma að uppbyggingu á einn eða annan hátt eru velkomnir. Skráning nauðsynleg.

  • Fundurinn fyrir hinn almenna bæjarbúa hefst klukkan 17.00 sem fyrr segir – „opinn fundur fyrir íbúa og alla sem hafa áhuga á skipulagi á Akureyri. Kynning á stöðu mála og því sem er framundan – umræður í kjölfarið. Skráning óþörf,“ segir á vef bæjarins.
  • Halla Björk Reynisdóttir, formaður skipulagsráðs, og Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi, fara yfir það sem er á döfinni í skipulagsmálum með áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar.
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, og Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, fara yfir helstu framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar.