Fara í efni
Mannlíf

Sunnudagssæla um Versló – MYNDIR

Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu á Akureyri lauk með fjölsóttum Sparitónleikum á Akureyrarvelli í gærkvöldi, og flugeldasýningu eftir að síðasti tónninn var sleginn. Mynd: Hilmar Friðjónsson

Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu lauk á miðnætti í nótt með glæsilegri flugeldasýningu í kjölfar geysilega fjölsóttra Sparitónleika á Akureyrarvelli. Gott veður einkenndi hátíðina að þessu sinni.

Hugsanlega hafa aldrei jafn margir komið saman á gamla, góða íþróttavellinum við Hólabraut og í gærkvöldi; þeir talnaglöðustu sem Akureyri.net ræddi við slógu á að um eða yfir 20.000 manns hefðu sótt tónleikana en það gisk sel ég ekki dýrara en ég keypti. En hafi einhver efast um að þessi sælureitur henti vel undir samkomur af því tagi sem boðið var upp á í gær, eða hvers kyns meiriháttar mannamót ef út í það er farið, skiptir sá vonandi um skoðun á mettíma; framtíðin knúði dyra í gærkvöldi.

Fyrr í gær hélt Skógræktarfélag Eyfirðinga árlegan Skógardag í Kjarnaskógi og ólíklegt er að fleiri hafi sótt þann fallega viðburð fram að þessu.

Hér er boðið til þriðju og síðustu myndaveislunnar frá magnaðri helgi.