Fara í efni
Mannlíf

Útihátíðir – sem sumar voru þó ekki útihátíðir

Ég er í hópi allra slöppustu útihátíðarmanna þessarar þjóðar. Og þó meðal fleiri þjóða væri leitað. Það hlýtur því að skjóta skökku við að ég sé hér í þann mund að hlaða í heilan pistil um slík mannamót. En er ekki öllum mönnum hollt að fara annað slagið út fyrir þægindarammann? Það var gömul frænka mín vön að segja.

Pistlar Orra Páls Ormarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag. Þar rifjar hann upp æskuárin á Akureyri, en bregður sér reyndar út fyrir bæjarmörkin í dag eins og stundum áður.

Fyrsta útihátíðin sem ég sótti var ekki útihátíð. Alltént ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs. Það voru engin skipulögð skemmtiatriði, engin alvöru gæsla og það kostaði hvorki lifur né lunga að ganga inn á svæðið. Við erum að tala um Vaglaskóg 1986. Löngu áður en Kaleo gerði þann góða skóg heimsfrægan. Jökull Júlíusson var ábyggilega ekki einu sinni fæddur.

Orrablót dagsins: Stál og hnífur stöðvuðu svefninn