Fara í efni
Mannlíf

Úrslitaþáttur Idol í Stokkhólmi – MYNDIR

Birkir Blær Óðinsson og Jacqline Mossberg Mounkassa á sviðinu í Globen í kvöld. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Birkir Blær Óðinsson og sænska stúlkan Jacqline Mossberg Mounkassa hafa bæði sungið þrjú lög í lokaþætti sænsku Idol söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV4 – hafa þar með lokið keppni. Hlé hefur verið á þættinum í drjúga stund fyrir skemmtiþátt og fréttir en úrslitin verða tilkynnt um klukkan 21.45.

Ljósmyndarinn Guðmundur Svansson, Akureyringur búsettur í Svíþjóð, er í Globen höllinni (Avicii Arena) í Stokkhólmi og sendi Akureyri.net þessar myndir. Fleiri bætast í safnið eftir að keppninni lýkur.