Fara í efni
Mannlíf

Tveir frá GA í piltalandsliðinu í golfi

Veigar Heiðarsson, annar frá vinstri, og Skúli Gunnar Ágústsson, fjórði frá vinstri, ásamt golfkennurum GA og félögum sínum sem fengu á dögunum afrekssamning hjá GA. Mynd: gagolf.is.

Golfklúbbur Akureyrar á tvo fulltrúa í piltalandsliði Íslands sem keppir á Evrópumótinu í liðakeppni í næsta mánuði.

Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson eru fulltrúar Akureyringa í sex manna hópi sem valinn hefur verið til að taka þátt í Evrópumótinu í liðakeppni sem fram fer á Green Resort Hrubá Borša-vellinum í Slóvakíu dagana 12.-15. júlí. Piltalandsliðið er í næstefstu deild. Þjálfarar piltalandsliðsins eru Birgir Leifur Hafþórsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Þrjú efstu liðin tryggja sér sæti í efstu deild, ásamt Íslandi eru Eistland, Grikkland, Ísland, Lettland, Lúxemborg, Portúgal, Pólland, Skotland, Tyrkland og Wales í næstefstu deild.

Þeir Skúli Gunnar og Veigar eru báðir hluti af GA golfxtra-hópnum og fengu á dögunum afrekssamning hjá Golfklúbbi Akureyrar, eins og sagt var frá í frétt hér á Akureyri.net.