Fara í efni
Mannlíf

Tveggja stiga tap í síðasta heimaleiknum

Tvíhöfða þurs eða spegilmynd? Nei, Daninn August Emil Haas skorar fyrir Þór undir lok leiksins í kvö…
Tvíhöfða þurs eða spegilmynd? Nei, Daninn August Emil Haas skorar fyrir Þór undir lok leiksins í kvöld án þess að KR-ingurinn Dani Koljanin fái rönd við reist. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór tapaði með tveggja stiga mun, 93:91, fyrir KR í síðasta heimaleik vetrarins í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta, Subway deildinni. 

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 20:21 – 23:28 – 43:49 – 25:35 – 23:9 – 91:93

Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu KR-ingar nokkru forskoti í þriðja leikhluta en Þórsarar neituðu að gefast upp. Með frábærri frammistöðu í fjórða og síðasta leikhluta – sem þeir unnu 23:9 – minnkuðu Þórsarar muninn niður í tvö stig og voru grátlega nálægt því jafna og knýja fram framlengingu.

Danski bakvörðurinn August Emil Haas lék sérlega vel í Þórsliðinu; gerði 30 stig, tók fimm fráköst og átti fimm stoðsendingar – var með 32 framlagsstig, fleiri en nokkur annar á vellinum. Dúi Þór Jónssoon skoraði 16 stig og átti 11 stoðsendingar, Kolbeinn Fannar Gíslason skoraði 15 stig og Baldur Örn Jóhannesson 2.

Þórsarar, sem eru fallnir úr deildinni, ljúka keppni vetrarins næstkomandi fimmtudag þegar þeir mæta Tindastóli á Sauðárkróki.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Sama mynd og að ofan en skorin öðruvísi! Daninn August Emil Haas skorar fyrir Þór undir lok leiksins í kvöld án þess að KR-ingurinn Dani Koljanin fái rönd við reist. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.