Fara í efni
Mannlíf

Skötuveisla Þórsara á Þorláksmessu

Ragnar Hauksson, eigandi FISK Kompaní, lengst til vinstri og Þórsararnir Aron Birkir Stefánsson, fyrir miðju, og Fannar Daði Malmquist Gíslason, sem litu við á dögunum til að skoða skötu. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Meistaraflokkur Þórs í knattspyrnu hefur auglýst skötuveislu í félagsheimilinu Hamri frá kl. 11:30 til 14:30 á Þorláksmessu, 23. desember. Um er að ræða eina af fjáröflunum liðsins. 

Í boði verða bæði skata og saltfiskur í aðalrétt, ásamt ýmsu meðlæti, rófum, rauðum íslenskum kartöflum, hamsatólg, rúgbrauði og smjöri. Kaffi og konfekt verða í eftirrétt. Veislan kostar 6.500 krónur og drykkur fylgir með, að því er segir í tilkynningu.

Fiskinn í veislunni fá Þórsarar hjá FISK Kompaní en svo skemmtilega vill til að einn leikmanna Þórsliðsins, Ragnar Óli Ragnarsson, er sonur eigenda fyrirtækisins, Ragnars Haukssonar og Ólafar Ástu Salmannsdóttur.

  • Hægt er að smella á myndina hér að neðan til að skrá sig í veisluna