Fara í efni
Mannlíf

Þórsarar voru mjög nálægt fyrsta sigrinum

Dúi Þór Jónsson lék geysilega vel gegn Val. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar voru mjög nálægt fyrsta sigrinum í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta, Subway deildinni, þegar Valsmenn komu í heimsókn í Íþróttahöllina í gærkvöldi. Heimamenn voru níu stigum eftir snemma í fjórða og síðasta leikhluta en urðu að sætta sig við fjögurra stiga tap, 79:75.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 25:22 – 16:18 – 41:40 – 15:17 – 19:22 – 75:79

Leikurinn var mjög jafn eins og sést á tölunum hér að ofan. Nokkrir leikmenn Þórs léku vel, Dúi Þór Jónsson var þeirra langbestur en aðrir ollu miklum vonbrigðum, ekki síst nýjasti liðsmaðurinn, Bandaríkjamaðurinn Reginald Keely, sem var þokkalegur í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir.

Þórsarar hafa þar með tapað níu fyrstu leikjunum í deildinni.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.