Fara í efni
Mannlíf

Þórsarar taka á móti Fjölnismönnum í dag

Bjarki Þór Viðarsson og Jóhann Helgi Hannesson aðgangsharðir við Fram í sumar. Ljósmynd: Skapti Hall…
Bjarki Þór Viðarsson og Jóhann Helgi Hannesson aðgangsharðir við Fram í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór og Fjölnir mætast í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, í dag klukkan 16.00 á Þórsvellinum (SaltPay vellinum). Gestirnir eru í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig en Þórsarar eru með 19 stig í áttunda sæti.

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með öruggum sigri Þórs, 3:0, þar sem Alvaro Montejo gerði öll mörkin í kveðjuleik sínum.