Fara í efni
Mannlíf

Þjálfarar og leikmenn Þórs til Serbíu í viku

Stevce Alusovski og Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, þegar þeir gengu frá samningi um samstarf næstu þrjú ár. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Stevce Alusovski, þjálfari handboltaliðs Þórs, fer ásamt þjálfarateymi úr yngri flokkum félagsins og tveimur leikmönnum meistarflokks, til Serbíu í júní þar sem hópurinn verður í viku í æfingabúðum – handboltaakakademíu, fyrir unga leikmenn og þjálfara.

Leikmennirnir sem fara eru Viðar Ernir Reimarsson og Kristján Páll Steinsson markmaður.

„Þessi akademía, sem er einstökt í heimi handboltans, var stofnuð árið 2010. Akademían er hönnuð fyrir leikmenn og þjálfara frá öllum heimshornum, með meginmarkmið á menntun í handboltafræðum, með áherslu á einstaklingsbundna nálgun,“ segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, við Akureyri.net.

„Þarna hafa á hverju ári mætt mörg stærstu nöfn þjálfara í handboltaheiminum til skrafs og ráðagerða og leikmenn fengið að æfa tvisvar sinnum á dag í heila viku undir þeirra leiðsögn,“ segir Árni.