Mannlíf
Sveskjusteinum spýtt af skápnum háa
04.05.2025 kl. 10:30

Viggi hrópaði Hvar er Jói spói og þreif mig á axlir sér en ég reif í hárið á honum og fannst elsti bróðir engum líkur við að halda uppi fjöri á sokkabandsárum.
Þannig kemst Jóhann Árelíuz að orði í kafla dagsins úr Eyrarpúkanum, bókinni sem Akureyri.net birtir einn kafla úr á hverjum sunnudegi.
Oft tyllti Viggi mér á skápinn háa í eldhúsinu og hvurgi betra að horfa yfir fjölskylduna og spýtti ég sveskjusteinum á bræður og systur og var nær dottinn af skápnum af kátínu og stríðni.
Pistill dagsins: Uppá eldhússkápnum