Fara í efni
Mannlíf

Sverrir Þorvaldsson Arctic Open meistari

Akureyringurinn Sverrir Þorvaldsson er Arctic Open meistari 2023, eftir sigur í punktakeppni með forgjöf á þessu geysivinsæla , árlega miðnætursólarmóti Golfklúbbs Akureyrar sem lauk á laugardag.

Jón Þór Gunnarsson og Anna Jódís Sigurbergsdóttir sigruðu í höggleik án forgjafar og í liðakeppni sigruðu Jón Viðar Þorvaldsson, Anton Ingi Þorsteinsson, Hrefna Magnúsdóttir og Kristinn Gústaf Bjarnason.

Mótið var hið fjölmennasta frá upphafi, að því er segir á vef Golfklúbbs Akureyrar.

„Í ár tóku 252 kylfingar þátt í mótinu og voru þeir gríðarlega heppnir með veðrið sem lék svo sannarlega við okkur þessa dagana. Miðnætursólin lét sjá sig báða keppnisdaga og var veðrið einnig með besta móti á laugardagskvöldinu [þegar lokahóf mótsins fór fram að Jaðri]. Mótið er það fjölmennasta frá upphafi og erum við hjá GA ánægð hversu gríðarlega vel tókst að halda utan um keppendur á meðan móti stóð. 42 erlendir kylfingar tóku þátt í mótinu ár frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Belgíu, Ítalíu, Hollandi, Kanada, Englandi og Ástralíu,“ segir á vef GA.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um mótið.