Stefán Þór: Þessi þjóð er hrædd við útlendinga

Fámenn þjóð með örsmátt málsamfélag og brothætta menningu hefur örugglega haft fulla ástæðu til að óttast útlendinga. Skandinavar, Bretar og Bandaríkjamenn hafa haft hér mikil áhrif og jafnvel ráðið landi og þjóð um tíma og Baskar, Hollendingar og fleiri fiskimenn voru á öldum fyrr uppi í flæðarmálinu hjá okkur.
Þannig hefst fjórði pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.
Flest þekkjum við fræknar sögur úr sjálfstæðisbaráttunni gagnvart Dönum, segir Stefán, úr þorskastríðinu gegn Bretum og svo kannski ekki eins kræsilegar heimildir um það hvernig við brytjuðum niður baskneska skipbrotsmenn fyrir vestan. En við munum auðvitað Tyrkjaránið; ógnin kemur að utan og sumir landsmenn eru enn á svipuðum stað og 1627, að óttast að útlendingar ræni okkur á einn eða annan hátt.
Pistill dagsins – Þessi þjóð er hrædd við útlendinga