Fara í efni
Mannlíf

Rut ekki með og Hulda Bryndís lék lítið

Rut Jónsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir fagna að baki Andra Snæs þjálfara. Arna Valgerður Erli…
Rut Jónsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir fagna að baki Andra Snæs þjálfara. Arna Valgerður Erlingsdóttir lengst til vinstri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Rut Jónsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KA/Þórs í handbolta, meiddist lítillega í leiknum gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ á dögunum. Hún var því ekki með í fyrsta leik Íslandsmótsins í dag, þegar KA/Þór sigraði ÍBV á heimavelli. Rut verður hins vegar klár í slaginn í næsta leik, þegar Stjarnan kemur í heimsókn um næstu helgi, eftir því sem Akureyri.net kemst næst.

Hulda Bryndís Tryggvadóttir, annar lykilmaður liðsins, fann fyrir eymslum snemma leiks í dag og var því nánast ekkert með. Hún vonast til þess að verða einnig til taks strax í næsta leik, en vildi ekki taka neina áhættu í dag.