Fara í efni
Mannlíf

Rástímar keppenda á þriðja degi mótsins

Örvar Samúelsson á 18. flöt í dag. Hann hefur leik klukkan 10.10 á laugardagsmorgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Keppni hefst klukkan 7.50 í fyrramálið á þriðja degi Íslandsmótsins. Fyrsti Akureyringurinn mætir á teig klukkan 9.40 og sá síðasti þeirra fer út klukkan 12.50.

Þrír efstu menn í karlaflokki hefja leik klukkan 12.40 og síðasta holl dagsins fer af stað klukkan 13.00 – þrjár efstu í kvennaflokki.

Hér má sjá rástíma Akureyringa:

  • 09.40 Skúli Gunnar Ágústsson
  • 09.50 Ævarr Freyr Birigsson
  • 10.10 Örvar Samúelsson
  • 10.20 Mikael Máni Sigurðsson
  • 10.50 Eyþór Hrafnar Ketilsson
  • 12.20 Lárus Ingi Antonsson og Tumi Hrafn Kúld
  • 12.50 Andrea Ýr Ásmundsdóttir

Smellið hér til að sjá rástíma allra keppenda á þriðja degi.