Rakel: Á fjöllum erum við öll í sama liði

„Hann stóð þarna og þreif sand úr augunum með blautu bréfi. Svo sagði hann mér undan og ofan af ævintýrum þeirra fjórmenninga fyrsta sólarhringinn á Íslandi. Ferðin hófst þegar þeir náðu landi í Seyðisfirði og keyrðu frá ferjunni á mótorhjólunum sínum. Fjallavegirnir leiddu þá frá Austurlandinu og upp í Drekagil, en það var ekki vandræðalaust.“
Þannig hefst þriðji hluti Drekadagbókar Rakelar Hinriksdóttur þetta sumarið. Hún sinnir skálavörslu í Drekagili í nokkra daga og lesendur fá að upplifa dvölina með lestri fallegra pistla þessa góða blaðamanns Akureyri.net.
Rakel rifjar upp þegar hún vann í mótttökunni á Hótel Sögu og algengt var að fólk hringdi niður til þess að kvarta undan öðrum gestum. „Oftast vegna ófriðar af einhverju tagi. Misjöfn eru verkefnin,“ segir hún og lýsir annarri og fallegri stemningu í Drekagili. „Á fjöllum erum við öll í sama liði, sama hvaðan við komum.“
Pistill dagsins: Á fjöllum erum við öll í sama liði