Fara í efni
Mannlíf

Prófaðu að halda þakklætisdagbók í viku

Guðrún Arngrímsdóttir hvetur til þess, í heilsupistli dagsins á akureyri.net, að fólk prófi að halda þakklætisdagbók í eina viku. Að skrifa „á hverjum degi eitthvað þrennt sem þú getur þakkað fyrir í þínu lífi,“ segir hún. „Ekki til að bæta þig eða laga, heldur til að tengjast þér. Kannski tekurðu eftir aukinni gleði, meiri ró eða einfaldlega meiri nærveru í hversdeginum. Ef þú tekur ekki eftir neinu sérstöku þá er það líka í lagi því það að staldra við og taka eftir er þegar mikilvægt skref í átt að vellíðan.“

Guðrún og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, eigendur Sjálfsræktar heilsumiðstöðvar á Akureyri, skrifa pistla fyrir akureyri.net sem birtast annan hvern þriðjudag.