Fara í efni
Mannlíf

Óviðjafnanlega fallegt í blóma – ʻŌhiʻa lehua

„Eins og tryggir lesendur okkar vita mætavel höfum við ekki bara áhuga á þeim trjám og skógum sem vaxa á Íslandi. Við höfum alveg sérlega mikinn áhuga á framandi trjám enda eru mörg þeirra ákaflega merkileg. Tré vikunnar að þessu sinni er eitt þeirra.“

Þannig hefst pistill Sigurðar Arnarsonar sem birtist á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga í morgun. Hann heldur áfram: „Á alþjóðlega fræðimálinu heitir það Metrosideros polymorpha Gaudich. Þetta er einlend tegund á Hawaii og langalgengasta tréð á því framandi eylandi. Heimamenn kalla tréð ʻōhiʻa lehua en það hefur ekki hlotið íslenskt heiti. Þangað til gott heiti finnst notum við orð heimamenn yfir þetta fagra og heillandi tré. Við erum sannfærð um að eftir lestur þessa pistils þá munuð þið heillast jafnmikið af því og við í Skógræktarfélaginu.“

Meira hér: ʻŌhiʻa Lehua