Mannlíf
Orri Páll sá stirðasti í sögu mannkyns?
03.10.2025 kl. 16:00

„Hvað ertu að gera?“ spurði einn félaginn í bumbuboltanum um daginn og beindi orðum sínum til mín.
Ha, hvað áttu við? spurði ég á móti, undrandi.
„Strákar, sjáið þið hvað hann er að gera?“ var næsta spurning.
Þann hefst Orrablót dagsins, þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, hverfur til fortíðar á ný eftir skreppitúr til nútíðar í síðasta blóti, þegar Þorpið kom suður.
Fátt var um svör, þannig að ég var knúinn til að upplýsa málið sjálfur. Ég er að teygja, sagði ég í hálfum hljóðum.
„Kallarðu þetta að teygja?“ sagði þá málshefjandi og hló digrum karlahlátri.
Óhætt að fullyrða að þetta sé ekki manns dagur, þegar maður nær sér ekki einu sinni á strik í teygjuæfingunum eftir leik!
- Orrablót dagsins: Stirðastur í mannkynssögunni?