Fara í efni
Mannlíf

Ómögulegt að verjast illa og nýta ekki færin

Harley Willard skorar eftir að Sigurjón Daði Harðarson varði vítaspyrnu hans. Ljósmynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Þórsarar voru sjálfum sér verstir í kvöld þegar þeir töpuðu 4:1 fyrir Fjölni á heimavelli í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Liðið lék að sumu leyti vel, fékk afbragðs tækifæri til að skora en nýtti ekki nema eitt og vörnin var slök. Því fór sem fór.

Gestirnir fengu í raun tvö mörk í forgjöf; þeir skoruðu strax á 5. mínútu og aftur á þeirri 11., í bæði skiptin eftir afleitan varnarleik Þórs. Harvey Willard minnkaði muninn á 20 mínútu; tók víti, Sigurjón Daði Harðarson varði en boltinn hrökk aftur til Willards sem skoraði. Þórsarar voru sókndjarfir og fengu færi en náðu ekki að skora, gestirnir skoruðu hins vegar þriðja sinni undir lok fyrri hálfleiks. Fjórða mark Fjölnis kom svo eftir rúmlega klukkutíma leik.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.