Fara í efni
Mannlíf

Ólafur Þór: Andleg vanlíðan og „gervisáli“

„Fram hefur komið í fjölmiðlum að fólk virðist í vax­andi mæli leita til gervi­greind­ar­for­rita vegna and­legr­ar van­líðunar í stað þess að fara til sál­fræðings eða annarra meðferðaraðila.“

Þannig hefst nýr pistill Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Hann nefnir í pistlinum ástæður þess að fólk leitar eftir samtalsmeðferð, hvað meðferðaraðilar geta boðið upp á og segir líklegt að gervigreindin geti hjálpað til við flest þessi mál, „jafnvel leyst þau a.m.k. að einhverju leyti og við þurfum að læra að nota hana eins og öll önnur þau tæki og tól sem við finnum upp.“

Ólafur nefnir líka nokkur atriði sem gervigreindin mun eiga erfiðast með að gera er. Meðal annars þetta:

„Að búa til svo kölluð „vá augnablik“ sem gerast í árangursríkum samtalsmeðferðum, þegar sjálfsskoðun og vinna með varnarhætti og hegðunarmynstur gjörbreytir öllu á einu augnabliki og upplifun þeirra sem sitja í viðtalinu er að það hafi orðið kraftaverk.“

Pistill Ólafs Þórs: Gervisáli