Fara í efni
Mannlíf

Oddur hugsanlega frá keppni fram á næsta ár

Oddur Gretarsson á HM í Egyptalandi snemma árs. Ljósmynd: handbolti.is/Ívar Benediktsson

Líkur eru á að Oddur Gretarsson, landsliðsmaður og hornamaður þýska liðsins Balingen-Weilstetten, leiki ekki handknattleik fyrr en komið verður inn á næsta ár. Oddur fór í aðgerð í lok júní vegna brjóskeyðingar í hné. Það er handboltavefur Íslands, handbolti.is, sem greinir frá þessu í morgun.

„Um var að ræða fremur litla aðgerð en endurhæfingin tekur langan tíma. Ég vissi það áður en ég fór í aðgerðina,“ sagði Oddur við handbolta.is í gærkvöld þegar leitað var fregna af Akureyringnum vegna þess að hann hefur ekkert tekið þátt í æfingaleikjum Balingen-Weilstetten í aðdraganda keppni í þýsku 1. deildinni sem hefst á morgun.

Nánar hér á handbolti.is