Mannlíf
Núvitund – djúp, gömul og einföld viska
04.11.2025 kl. 13:30
„Við heyrum orðið oft: Núvitund. Orð sem einhverjir tengja við en aðrir halda ef til vill að hafi ekkert með sig að gera heldur einungis nýyrði sem höfði til fárra útvaldra. Núvitund er sannarlega ekki ný uppgötvun þó hún sé stundum kynnt sem töfralausn nútímans. Í núvitundinni býr djúp, gömul og einföld viska og staðreyndin er sú að núvitund getur breytt lífinu til hins betra fyrir alla sem tileinka sér hana.“
Þannig hefst heilsupistill Hrafnhildar Reykjalín Vigfúsdóttur sem akureyri.net birtir í dag. Þær Guðrún Arngrímsdóttir, eigendur Sjálfsræktar heilsumiðstöðvar á Akureyri, skrifa pistla sem birtast annan hvern þriðjudag. Sá fyrsti, sem Guðrún skrifaði, birtist 21. október og nú er það Hrafnhildur sem mundar pennann.
- Pistill dagsins: Núvitund á mannamáli