Fara í efni
Mannlíf

Natan í The Voice í kvöld: hlustaðu á flutninginn

Natan Dagur í þættinum sem sendur verður út í kvöld. Ljósmynd: The Voice.

Natan Dagur Benediktsson, sem sló eftirminnilega í gegn í fyrstu umferð norsku útgáfu The Voice sjónvarpssöngkeppninnar á TV2, verður aftur í sviðsljósinu í kvöld.

Önnur umferð keppninnar er nú í gangi og í kvöld syngur Natan dúett með Alexa Valentina. Ina Wroldsen er þjálfari begga og sker úr um það eftir flutninginn hvort heldur áfram í keppninni.

Dagur og Alexa flytja lagið Take Me To Church, sem írski söngvarinn og gítarleikarinn Hozier samdi og söng inn á plötu fyrir nokkrum árum. Atriðið sem sýnt verður í kvöld var tekið upp síðastliðið haust og var birt fyrr í dag á vef TV2, allur söngurinn og ummæli dómaranna – en að sjálfsögðu ekki augnablikið þegar þjálfarinn tilkynnir hvort þeirra kemst áfram!

Smelltu hér til að heyra flutning Natans og Alexa sem sýndur verður í þætti kvöldsins

Smelltu hér til að lesa um Natan þegar hann sló í gegn í fyrstu umferð The Voice