Fara í efni
Mannlíf

Myndum við krossfesta Jesú vin minn aftur?

Myndum við krossfesta Jesú vin minn aftur?

Jón Óðinn Waage trúði heitt og innilega á Jesú sem barn en minna á föður hans. „Mitt eina haldreipi í angist minni var að spjalla við Jesú, einhverjir myndu kalla það bænir en ekki ég, ég var bara að spjalla við Jesú því að sögurnar sem amma sagði mér af honum sannfærðu mig um að hann fær fínn náungi,“ segir Jón Óðinn m.a. í pistli dagsins á Akureyri.net

„Þegar ég var tíu ára tapaði ég trúnni, þá var ég búinn að skipta út angist fyrir reiði svo þörfin fyrir þykjustuvin hvarf. En þrátt fyrir trúleysið þá finnst mér enn í dag maðurinn Jesús magnaður náungi og hegðun hans og skoðanir magnaðar. En ef ég hef nú rangt fyrir mér og Jesús var sonur Guðs og sá gamli teldi þörf á senda son sinn til okkar aftur til að taka aðeins til þá held ég að hann ætti kannski að drífa í því.“

Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins.