Fara í efni
Mannlíf

Margir heiðruðu Húna í tilefni afmælis – MYNDIR

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Eikarbáturinn Húni II er sextugur um þessar mundir; það var 22. júni árið 1963 sem Húni rann af sleðanum frá skipasmíðastöð KEA á Oddeyri. Af þessu tilefni var gestum og gangandi boðið um borð í bátinn í gær, þar sem hann lá við bryggju í Fiskihöfninni. Þorgeir Baldursson var einn margra gesta Hollvina Húna í gær og var að sjálfsögðu vopnaður myndvél eins og alla jafna.

Á föstudaginn var afhjúpað líkan af hinu sextuga, fallega fleyi, eins og Akureyri.net greindi frá. Sjá hér: Afhjúpuðu líkan af sextugum Húna II

Fólki er boðið í siglingu með Húna II í dag, á sjómannadaginn. Dagskrá sjómannadagsins á Akureyri er sem hér segir:

Sunnudagur 4. júní – Sjómannadagurinn

Akureyri

  • 08.00 Bæjarbúar draga fána að húni
  • 11.00 Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju Blómsveigur lagður að minnismerki um drukknaða og horfna sjómenn Súpa í safnaðarheimilinu í boði sjómanna eftir athöfn
  • 11.00 - 14.00 Aðstaða siglingaklúbbsins Nökkva við Höepfner opin til sýnis
  • 13.15 Húni II siglir frá Fiskihöfn (austan við Hagkaup) í hópsiglingu smábáta, selgskúta og sjóbretta
  • Allir bátaeigendur velkomnir að taka þátt í siglingunni
  • 14.30 Sigling með Húna II í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar - Allir velkomnir
  • 15.30 Sigling með Húna II í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar - Allir velkomnir (aukasigling ef þarf)

Grímsey

  • Fjölskyldudagskrá um morguninn við höfnina
  • 14.00 Sjómannadagskaffisala í félagsheimilinu Múla