Manneskjan býr enn yfir umhyggju

Hann var nýlega kominn úr meðferð á Vogi og Vík og gjörsamlega að springa af létti, von og bjartsýni. Fjölskyldan hafði á meðan sótt sér fróðleik um fíknsjúkdóma á göngudeild SÁÁ og þau voru nú öll reiðubúin að hefja nýtt og allsgáð líf með þeim verkfærum sem nauðsynleg teljast.
Þannig hefst nýr pistill Stefáns Þór Sæmundssonar, sá níundi í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.
Stefán heldur áfram:
Maðurinn sótti fundi og stuðning og iðraðist aðeins þess að hafa ekki farið fyrr í þetta prógramm. „Eiginlega ættu allir að fara í svona meðferð og á fundi, það er svo mannbætandi. Og það ætti að banna áfengi og önnur fíkniefni!“ hrópaði hann yfir götur og torg. Hann var svo hamingjusamur... að hann var gjörsamlega óþolandi.
Kannast lesendur við svona lýsingar? Það mætti líka skipta meðferðinni út fyrir trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, íþróttafélag, umhverfisvitund, villiketti, stuðning við Palestínu, hlaup, mataræði, kynvitund, samfélagsmiðla eða hvaðeina sem þessi þjóð fær á heilann og lifir fyrir hverju sinni.
Pistill Stefáns: Fallegt að fylgja hjartanu