Fara í efni
Mannlíf

MA-ingar töpuðu og eru úr leik í Gettu betur

MA-ingar töpuðu og eru úr leik í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Þetta varð ljóst eftir viðureign MA og Fjölbrautaskólans við Ármúla í 16 liða úrslitum í gærkvöldi. Viðureigninni var útvarpað beint á Rás 2 og lauk með sigri FÁ, 19:13. Lið MA skipuðu sem fyrr þau Ásdís Einarsdóttir, Óðinn Andrason og Sóley Anna Jónsdóttir. Lið Verkmenntaskólans á Akureyri sendi ekki lið til keppni að þessu sinni.