Mannlíf
Lausnir sem stuðla að grænni og betri borgum
14.05.2025 kl. 09:45

Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á árunum fram til 2030. Einn þáttur í þeirri viðleitni er skýrsla sem heitir Yggdrasil – The Living Nordic City, eða: Yggdrasill - hin lifandi norræna borg. „Þetta er hluti af stærra verkefni sem kallast Náttúrumiðaðar lausnir fyrir norrænar borgir,“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.
„Í þessari skýrslu eru sett fram viðmið um innleiðingu lausna sem stuðla eiga að grænni og betri borgum. Byggt er á meginreglu sem kallast 3+30+300. Þessi regla setur fram skýr viðmiðunarmörk fyrir lágmarksfjölda trjáa í þéttbýli. Við mælum með þessari fróðlegu skýrslu,“ segir Sigurður í pistlinum.
Meira hér: 3+30+300