Fara í efni
Mannlíf

Lausnin 7x7 – ný röð pistla Stefáns Þórs

„Fleiri en flesta grunar eiga í einhverjum vandræðum með sjálfan sig. Mikið hefur verið fjallað um kynusla, kvíða, kulnun, skerta sjálfsmynd og tilvistarkreppu af ýmsum toga,“ segir Stefán Þór Sæmundsson, framhaldsskólakennari og rithöfundur, í upphafi pistils sem akureyri.net birtir í dag. Um er að ræða þann fyrsta í stuttri röð – sjö pistla, og birtist einn á dag til sunnudags.

Stefán segir: „Meinsemdin er reyndar sjaldnast svo slæm að neysla vímuefna geri hana ekki enn verri. Á sama tíma er leitast við með öllum ráðum og dáðum að auka neyslu landans á áfengi og nikótíni með ljómandi góðum árangri fyrir þá aðila sem slíkar vörur selja.“

Líði manni ekki nógu vel í eigin skinni, segir Stefán, leitar maður lausna. Um það samdi hann ljóðabálk, Lausnin 7x7, sem birtist nú með vangaveltum höfundar um hvern hluta.

Fyrsti pistill Stefáns Þórs: Lausnin 1/7