Fara í efni
Mannlíf

Lárus stigameistari í elsta unglingaflokki

Lárus Ingi Antonsson, stigameistari í flokki 19 til 21 árs á unglingamótaröð GSÍ. Ljósmynd: seth@golf.is

Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar, varð stigameistari 2021 í flokki 19-21 árs á unglingamótaröð GSÍ. 

Lárus Anton tók þátt á fjórum mótum af fimm og sigraðii á tveimur, þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð annar á einu móti og 8. á Íslandsmótinu í golfi 2021, sem lauk um helgina.

Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, varð annar á stigalistanum en hann tók þátt á þremur mótum og varð í 2. sæti á tveimur þeirra og 3. sæti á einu.

Íslandsmótið í unglingaflokkum fór fram um helgina á Hlíðavelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Efstu Akureyringarnir í hverjum flokki voru þessir:

14 ára og yngri, drengir – Ragnari Orri Jónsson 7. sæti.

14 ára og yngri, stúlkur – Auður Bergrún Snorradóttir 4. sæti.

15 – 16 ára drengir – Veigar Heiðarsson jafn öðrum í 3. sæti, Skúli Gunnar Ágústsson í 5. sæti og Valur Snær Guðmundsson í 6. sæti.

15 – 16 ára stúlkur – Kara Líf Antonsdóttir 4. sæti.

17 – 18 ára drengir – Mikael Máni Sigurðsson í 4. sæti.

19 – 21 árs drengir – Lárus Ingi Antonsson í 8. sæti.