Fara í efni
Mannlíf

Júlíus Orri verður með Stjörnunni næstu tvö ár

Júlíus Orri Ágústsson fyrir miðju ásamt Tómasi Þórði Hilmarssyni og Gunnari Ólafssyni sem báðir hafa framlengt samning við Stjörnuna.

Körfuboltamaðurinn Júlíus Orri Ágústsson hefur samið við Stjörnuna í Garðabæ um að leika með félaginu næstu tvö ár. Stjarnan tilkynnti þetta  á Facebook síðu sinni í morgun.  Júlíus er uppalinn hjá Þór eins og alkunna er en stundaði á nýliðnum vetri nám í Caldwell háskólanum í Bandaríkjunum og lék með skólaliðinu.

„Júlíus er 21 árs bakvörður, uppalinn hjá Þór Akureyri og varð fyrirliði liðsins aðeins 19 ára gamall og þykir með efnilegri leikmönnum landsins. Þrátt fyrir ungan aldur á Júlíus að baki 52 leiki með Þór í efstu deild auk þess að hafa spilað með Caldwell háskólanum í New Jersey á síðasta tímabili. Það er mikið gleðiefni að fá Júlíus í hópinn og bjóðum við hann velkominn í Stjörnufjölskylduna,“ segir á Facebook síðu Stjörnunnar.