Fara í efni
Mannlíf

Janus: Liðleiki og mikilvægi teygjuæfinga

„Teygjuæfingar er ein af fjórum tegundum heilsutengdrar líkamlegrar þjálfunar ásamt styrk, þoli og jafnvægi sem mikilvægt er að leggja rækt við. Að halda góðum liðleika eða hreyfanleika í liðum er mikilvægur þáttur, sérstaklega þegar við eldumst. Þessar fjórar tegundir hreyfiforms er æskilegt að iðka þegar heilsuefling er annars vegar.“

Þannig hefst nýjasti pistill Janusar Guðlaugsson í röðinni Heilsuefling, sá sjöundi í röðinni.

„Æskilegt er að blanda saman þessum fjórum þáttum yfir vikuna og hafa fjölbreyttni í daglegri hreyfingu. Hafa þarf í huga að fjölbreytni hjálpar til við að halda líkamanum heilbrigðum auk þess sem fjölbreytt hreyfing getur bæði verið hvetjandi og áhugaverð.“

Smellið hér til að lesa pistil Janusar