Fara í efni
Mannlíf

Jaðarsvöllur líklega opnaður á þriðjudag

18. flötin eins og hún leit út í gær. Golfskálinn í baksýn. Mynd: gagolf.is.

Golfklúbbur Akureyrar hefur gefið út að stefnt sé að opnun Jaðarsvallar þriðjudaginn 21. maí. Félagar hafa verið boðaðir til vinnu við lokaundirbúning á mánudag. Þeim sem leggja sitt af mörkum á vinnudeginum fá tækifæri til að spila völlinn daginn fyrir formlega opnun, þ.e. eftir vinnuna á mánudaginn. Fyrst um sinn verða þó aðeins 14 holur opnaðar, en holur 5, 6, 11 og 14 bíða betri tíma. 

Sagt er frá stöðu mála og ástandi vallarins í frétt á vef GA: Völlurinn kom seint undan snjó þetta árið en flatirnar koma engu að síður mjög vel undan þó seinna sé. Enn eru töluverðar frostlyftingar í brautum sem eiga eftir að ganga niður og verður því ekki hægt að opna fyrir bílaumferð á vellinum fyrst um sinn, við munum gera okkar til að flýta fyrir því og hefja völtun og fleira.“ Bent er á og myndir sem fylgja fréttinni á vef GA sýna glögglega að vel hefur tekist til að við halda flötunum í gegnum veturinn. 


Níunda flötin eins og hún leit út 14. maí 2024. Glögglega má sjá muninn á flötinni og svæðinu umhverfis hana. Fleiri myndir á vef GA sýna það sama. Mynd: gagolf.is.