Fara í efni
Mannlíf

Íþróttafélagið Þór 109 ára í dag – veisla í Hamri

Mynd: Þorgeir Baldursson

Íþróttafélagið Þór var stofnað 6. júní árið 1915 og 109 ára afmæli þess er því fagnað í dag.

Þór býður til afmælisveislu í félagsheimilinu Hamri í tilefni dagsins og þangað eru allir Þórsarar velkomnir. Veislan hefst klukkan 17.00.

Á heimasíðu félagsins kemur fram að veittar verði heiðursviðurkenningar og boðið upp á léttar veitingar og tónlistaratriði.