Fara í efni
Mannlíf

Hversdagshetjur á hverjum degi

„Í starfi læknisins hittir maður hversdagshetjur á hverjum degi,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í pistli sem akureyri.net birtir í dag.

„Ungt fólk, jafnvel börn að glíma við krabbamein. Karla og konur með geðsjúkdóma sem geta ekki aðeins dregið til dauða heldur einnig truflað getu og afkomu allt lífið. Konur í fæðingarþunglyndi. Fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi eða nær ekki endum saman. Unglinga þegar langt leidda í fíkn.“
 
Ólafur segir: „Það kemur fyrir að einhver gefst upp, því miður. En mín reynsla er að algengara sé, þegar fólk mætir miklum vanda eða sjúkdómum, að það sýni kjark og þrautseigju og haldi í vonina. Eflist, styrkist, aðlagist og gerist hversdagshetjur. Hetjur sem oft mætti styðja betur en alltaf er hægt að dást að og hylla.“
 

Pistill Ólafs Þórs: Hversdagshetjur