Fara í efni
Mannlíf

Hvers vegna er barrið blátt, frekar en grænt?

Getur það verið hrein tilviljun að hátt uppi í fjöllum vaxi barrviðir af ólíkum tegundum, ættkvíslum og jafnvel ættum sem eiga það sameiginlegt að barrið á þeim er blátt, frekar en grænt? Hvað veldur þessum bláa lit?
 
Þannig spyr Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.
 
Hann segir meðal annars:
 
  • Hátt uppi í Himalajafjöllum vex himalajaeinir. Hann er frægur fyrir sitt bláa barr.
  •  Hátt uppi í Klettafjöllum vex broddgreni ásamt blágreni og fjallaþin. Öll þessi tré eiga það sameiginlegt að barrið á trjánum er vaxborið og getur verið nokkuð bláleitt.
  • Hátt uppi í Himalajafjöllum vex bláleitur sedrusviður. Náskyld tegund af bláum sedrusviði vex í Atlasfjöllum Norður-Afríku. Þar vex líka sýprus sem er blárri á litinn en annar sýprus nálægt Miðjarðarhafi.
  • Ofangreindar tegundir eru allar fremur vinsælar í garðrækt, sumar hér á landi, aðrar erlendis og enn aðrar bæði hér á landi og í útlöndum. 

Pistill dagsins: Bláminn í barrinu