Fara í efni
Mannlíf

Hvaða grönnu, sígrænu, teinréttu tré eru þetta?

Við erum stödd í Toskana á Ítalíu. Við göngum eftir trjágöngum og stefnum á villuna við enda þeirra. Við gætum líka verið í Suður-Frakklandi og þá kallast svona göng „allè“. Það orð hefur ratað í fjölmörg tungumál. Í höllinni bíður okkar rauðvín og pizza með parmaskinku. Við dáumst að útsýninu í góða veðrinu.

Þannig hefst vikulegur pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Trjágöngin eða „allè“ eru þannig að tvær og aðeins tvær raðir af trjám mynda göngin. Þannig á það að vera. Trén eru öll af sömu tegund og nær alveg eins. Áður en við förum í veisluna verðum við að fá svar við einni spurningu. Hvaða grönnu, teinréttu og sígrænu tré eru þetta sem mynda trjágöngin?

Pistill Sigurðar: Sýprus